Enski boltinn

Chelsea ætlar að klaga Real Madrid

NordicPhotos/GettyImages

Ummæli forseta Real Madrid í dag varðandi áhuga félagsins á Arjen Robben hafa vakið hörð viðbrögð forráðamanna Chelsea. Félagið hefur í hyggju að kæra Real Madrid til FIFA fyrir að hafa ólöglegt samband við samningsbundinn leikmann.

"Við höfum tekið eftir því að herra Calderon hefur staðfest að félag hans hafi verið í sambandi við leikmanninn og fyrir vikið munum við (Chelsea) rita bréf til Alþjóða Knattspyrnusambandsins þar sem við munum krefjast þess að rannsókn verði gerð um hvort félagið hafi sett sig ólöglega í samband við samningsbundinn leikmann," sagði Peter Kenyon, yfirmaður knattspyrnumála hjá enska félaginu.

"Við höfum hvorki rætt við né haldið fundi með yfirmanni knattspyrnumála hjá Real Madrid og Roman Abramovich eigandi Chelsea er eini maðurinn sem hefur með svona lagað að gera hjá okkur," bætti Kenyon við í samtali við Sky nú síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×