Enski boltinn

Reina framlengir við Liverpool

NordicPhotos/GettyImages
Spænski markvörðurinn Jose Manuel Reina hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool sem gildir til ársins 2012. Reina er 24 ára gamall og hefur átt fast sæti í liðinu undanfarna mánuði. Hann gekk til liðs við rauða herinn árið 2005 frá Villarreal á Spáni og hefur leikið sex leiki fyrir spænska landsliðið þar sem hann er varamaður Iker Casillas hjá Real Madrid.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×