Enski boltinn

Fabregas hefur miklar áhyggjur af framtíðinni

AFP

Miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal virðist vera farinn að sjá eftir því að hafa skrifað undir langtímasamning við félagið á árinu, því hann segist 90% viss um að fara frá félaginu ef Arsene Wenger knattspyrnustjóri hætti störfum.

Fabregas skrifaði fyrir skömmu undir 8 ára samning við Lundúnaliðið en lýsir yfir áhyggjum sínum yfir hugsanlegri brottför þeirra Thierry Henry og Arsene Wenger frá félaginu í framtíðinni. "Það getur vel hugsast að ég sé með nokkra bakþanka vegna samningsins. Ég var viss um að Arsenal væri rétta félagið fyrir mig, en nú þegar Wenger hefur ekki framlengt samning sinn, forsetinn er farinn og framtíð Henry er óljós - er ég ekki jafn viss. Þetta eru allt hlutir sem gætu haft mikil áhrif á framtíð mína hjá félaginu," sagði Fabregas í samtali við El Mundo Deportivo.

"Ef Wenger fer - er ég 90% viss um að ég muni fylgja í kjölfarið. Ég tengi liðið og félagið að stórum hluta við hann - og ef hann fer - væri Arsenal ekki sama liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×