Slúðrið á Englandi í dag 5. júní 2007 17:24 Nicolas Anelka NordicPhotos/GettyImages Bresku slúðurblöðin eru full af safaríkum sögum í dag eins og venjulega, en mikið hefur verið um að vera á leikmannamarkaðnum undanfarna daga. Að venju eru stórliðin á Englandi orðuð við fjölda leikmanna. Chelsea er að reyna að fá til sín bakvörðinn Daniel Alves frá Sevilla, en hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool - The Sun. Inter Milan hefur áhuga á að skipta Brasilíumanninum Adriano fyrir Andriy Shevchenko hjá Chelsea - Mirror. Alan Smith vill ólmur vera áfram hjá Manchester United og berjast þar fyrir sæti sínu þó hann hafi m.a. verið orðaður við Tottenham - The Sun. Sir Alex Ferguson er þó sagður vilja hlusta á kauptilboð í Smith - The Star. Sunderland mun ætla að bjóða í danska miðjumanninn Thomas Gravesen, en Reading hefur einnig áhuga á honum - Daily Star. Framherjinn Lomana Lua Lua hjá Portsmouth hefur verið orðaður við Espanyol á Spáni og ku hafa áhuga á að spila þar í landi, en hann hefur einnig verið orðaður við lið í Abu Dhabi -The Times. Chelsea er til í að selja Khalid Boulahrouz til Bayern Munchen - The Times. Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segist ekki í nokkrum vafa um að Thierry Henry gangi í raðir Barcelona í sumar - Daily Mirror. Fulham hefur gert 2 milljón punda kauptilboð í framherjann Walter Panidiani hjá Espanyol - The Sun. Bolton mun aðeins leyfa Nicholas Anelka að ganga í raðir Manchester United ef liðið nær að landa Djibril Cisse frá Liverpool fyrir minna en 6 milljónir punda. Cisse er lánsmaður hjá Marseille í heimalandi sínu Frakklandi. -Mirror. Miðjumaðurinn Claude Makelele hjá Chelsea er sagður hafa áhuga á að ganga til liðs við félag í amerísku MLS deildinni þar sem framtíð hans á Englandi er óráðin - Telegraph. Steven Gerrard spáir því að félagi hans Frank Lampard eigi eftir að skora stórkostlegt mark með landsliðinu fljótlega til að troða upp í þá sem hafa gagnrýnt hann fyrir að skora lítið - The Sun. Miðjumaðurinn Kieron Dyer mun spila stöðu hægri bakvarðar í leik Englendinga og Eista annað kvöld. Steve McClaren mun stilla upp sama liði í þeim leik og í æfingaleiknum við Brasilíumenn um helgina -Guardian. Claudio Ranieri segir að Manchester City hafi dregið lappirnar við það að ganga frá ráðningu sinni og því hafi hann ákveðið að taka við Juventus - The Sun. Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær meiddist lítillega með landsliðinu á dögunum og þarf að fara í aðgerð á hné sem þýðir að hann mun missa af undirbúningstímabilinu - Ýmsir. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Bresku slúðurblöðin eru full af safaríkum sögum í dag eins og venjulega, en mikið hefur verið um að vera á leikmannamarkaðnum undanfarna daga. Að venju eru stórliðin á Englandi orðuð við fjölda leikmanna. Chelsea er að reyna að fá til sín bakvörðinn Daniel Alves frá Sevilla, en hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool - The Sun. Inter Milan hefur áhuga á að skipta Brasilíumanninum Adriano fyrir Andriy Shevchenko hjá Chelsea - Mirror. Alan Smith vill ólmur vera áfram hjá Manchester United og berjast þar fyrir sæti sínu þó hann hafi m.a. verið orðaður við Tottenham - The Sun. Sir Alex Ferguson er þó sagður vilja hlusta á kauptilboð í Smith - The Star. Sunderland mun ætla að bjóða í danska miðjumanninn Thomas Gravesen, en Reading hefur einnig áhuga á honum - Daily Star. Framherjinn Lomana Lua Lua hjá Portsmouth hefur verið orðaður við Espanyol á Spáni og ku hafa áhuga á að spila þar í landi, en hann hefur einnig verið orðaður við lið í Abu Dhabi -The Times. Chelsea er til í að selja Khalid Boulahrouz til Bayern Munchen - The Times. Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segist ekki í nokkrum vafa um að Thierry Henry gangi í raðir Barcelona í sumar - Daily Mirror. Fulham hefur gert 2 milljón punda kauptilboð í framherjann Walter Panidiani hjá Espanyol - The Sun. Bolton mun aðeins leyfa Nicholas Anelka að ganga í raðir Manchester United ef liðið nær að landa Djibril Cisse frá Liverpool fyrir minna en 6 milljónir punda. Cisse er lánsmaður hjá Marseille í heimalandi sínu Frakklandi. -Mirror. Miðjumaðurinn Claude Makelele hjá Chelsea er sagður hafa áhuga á að ganga til liðs við félag í amerísku MLS deildinni þar sem framtíð hans á Englandi er óráðin - Telegraph. Steven Gerrard spáir því að félagi hans Frank Lampard eigi eftir að skora stórkostlegt mark með landsliðinu fljótlega til að troða upp í þá sem hafa gagnrýnt hann fyrir að skora lítið - The Sun. Miðjumaðurinn Kieron Dyer mun spila stöðu hægri bakvarðar í leik Englendinga og Eista annað kvöld. Steve McClaren mun stilla upp sama liði í þeim leik og í æfingaleiknum við Brasilíumenn um helgina -Guardian. Claudio Ranieri segir að Manchester City hafi dregið lappirnar við það að ganga frá ráðningu sinni og því hafi hann ákveðið að taka við Juventus - The Sun. Norski framherjinn Ole Gunnar Solskjær meiddist lítillega með landsliðinu á dögunum og þarf að fara í aðgerð á hné sem þýðir að hann mun missa af undirbúningstímabilinu - Ýmsir.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira