Enski boltinn

Aston Villa býður 7 milljónir punda í Reo-Coker

NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa gerði í dag 7 milljón punda kauptilboð í miðjumanninn Nigel Reo-Coker hjá West Ham. Leikmaðurinn hafði fyrir nokkrum dögum farið fram á að verða seldur frá félaginu og var í kjölfarið settur á hann 8 milljóna punda verðmiði. Hann hefur einnig verið orðaður við Tottenham, Arsenal og Newcastle.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×