Enski boltinn

Fabregas óttast að missa Henry

NordicPhotos/GettyImages

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segist óttast að félagi hans Thierry Henry muni ganga í raðir Barcelona í sumar. Vitað er af áhuga Katalóníuliðsins á framherjanum skæða og Fabregas segir að það gæti reynst félaga sínum of freistandi að reyna fyrir sér á Spáni.

"Ég held að það sé mjög erfitt að segja nei við Barcelona. Ég veit að Henry líkar vel við félagið, en hann ber líka sterkar taugar til Arsenal þar sem hann hefur upplifað svo margt gott hjá félaginu. Barcelona er eitt besta félag í heiminum - ef ekki það besta - og það vill alltaf fá til sín bestu leikmennina," sagði Fabregas áhyggjufullur í viðtali sem birt var á síðu Mundo Deportivo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×