Enski boltinn

Aston Villa að undirbúa tilboð í Sneijder

AFP ImageForum

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, mun á næstu dögum leggja fram tilboð í miðjumanninn Wesley Sneijder hjá Ajax í Hollandi. Sneijder var á leiðinni til Valencia en ekkert varð úr þeim kaupum.

Sneijder hefur sagt að framtíð hans sé ekki í Amsterdam, en þar hefur hann spilað síðastliðin 5 ár. En Aston Villa er ekki eina liðið sem hefur áhuga á þessum 22 ára miðjumanni, því að Barcelona er sagt ætla að gera tilboð í hann fari svo að Deco yfirgefi liðið í sumar.

The Birmingham Mail segir að O´Neill hafi horft á Sneijder keppa til úrslita í hollenska bikarnum og eftir að Ajax hafnaði 8 milljón punda boði í leikmanninn frá Valencia ætlar O´Neill að gera tilraun til að fá hann til Birmingham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×