Erlent

Kínverjar lofa aðgerðum í umhverfismálum

Ríkisstjórn Kína hefur opinberað skýrslu þar sem fram kemur stefna þeirra og áætlaðar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Í skýrslunni heitir stjórnin því að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni. Þó er tekið skýrt fram að ekkert verði aðhafst, ógni það örum vexti efnahagskerfis landsins.

Þetta er fyrsta stefnuyfirlýsing Kínverja um umhverfismál. Á næstu dögum gengur Hu Jintao, forseti landsins, á fund með leiðtogum G8-ríkjanna. Þar verða umhverfismál meðal annars efst á baugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×