Enski boltinn

Gerrard og Carragher búnir að gera nýjan samning

AFP ImageForum

Steven Gerrard og Jamie Carragher skrifuðu undir nýjan samning við Liverpool í dag. Gerrard og Carragher hafa verið lykilmenn í liði Liverpool síðastliðin ár og hjálpuðu liðinu meðal annars að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði.

Verða þetta að teljast mikil gleðitíðindi fyrir áhangendur Liverpool þar sem nýjir eigendur eru nú hjá Liverpool með djúpa vasa og þeir munu nú ætla að byggja liðið upp í kringum Gerrard og Carragher.

Steven Gerrard og Jamie Carragher eru báðir í landsliðshóp Englands sem mætir Eistlandi í undankeppni Evrópu á miðvikudaginn. Þeir lýstu báðir ánægju sinni með samningana sem gilda til 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×