Enski boltinn

West Ham ætla að reyna að fá Barton

AFP ImageForum

Samkvæmt SkySports.com ætla Eggert og félagar í West Ham að veita Newcastle samkeppni um að fá Joey Barton til liðs við sig. West Ham, sem að öllum líkindum festir kaup á leikmanni Newcastle í dag, Scott Parker, er sagt ætla að bjóða 5.5 milljónir punda í Barton.

Samkvæmt fjölmiðlum erlendis í gær var talið alveg víst að Barton myndi skrifa undir samning við Newcastle í dag, en þessar fréttir um hugsanlegt tilboð West Ham í Barton gætu sett strik í reikninginn fyrir Newcastle.

Umboðsmaður Barton, Willie McKay, hefur greint frá því að West Ham sé að fylgjast með leikmanninum. "West Ham hefur áhuga á Joey líkt og Newcastle, en þetta veltur allt á hugsanlegum félagsskiptum Scott Parker", sagði McKay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×