Enski boltinn

Stjórnarformaður Sheffield United sannfærður um að liðið haldi sæti sínu í Úrvalsdeildinni

NordicPhotos/Getty Images

Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United er sannfærður um að þegar forráðamenn liðsins fá að flytja mál sitt fyrir úrskurðarnefnd 18. júní muni nefndin dæma Sheffield United í hag og liðið nái að halda sér upp í Úrvalsdeildinni.

McCabe er mjög ósáttur við að Úrvalsdeildin hafi aðeins dæmt West Ham til að greiða háa sekt fyrir að hafa fengið Carlos Tevez ólöglega til liðsins síðastliðið sumar.

Sheffield United féllu úr deildinni í lokaumferðinni með 38 stig en með lakara markahlutfall en Wigan sem endaði með sama stigafjölda. McCabe finnst að West Ham hefði átt að missa stig fyrir að standa ólöglega að félagsskiptum Tevez sem að hefði þá þýtt að Sheffield United hefði haldið sér uppi á kostnað West Ham.

"Ég er alveg sannfærður um að nefndin muni breyta dómnum og við verðum í úrvalsdeildinni á næsta tímabili," sagði McCabe við BBC Five Live Sport.

McCabe segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að hafa 21 lið í deildinni á næsta tímabili. "Það virðist vera einfaldasta leiðin til að útkljá málið en það er fyrir nefnd Úrvalsdeildarinnar að ákveða."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×