Enski boltinn

Mourinho: Ég er ósnertanlegur

NordicPhotos/GettyImages

José Mourinho segir að honum finnist hann vera ósnertanlegur á Stamford Bridge. Hann segir að hann sé mjög ánægður með samstarfið á milli hans og eigandans Roman Abramovich, en margar sögur hafa verið þess efnis að slæmt sé á milli þeirra.

"Roman er sá sem hefur allt í sínum höndum hjá klúbbnum, ég er bara þjálfari og er ábyrgur fyrir gengi liðsins og í því ljósi finnst mér ég vera ósnertanlegur," sagði Mourinho við Sky Sport News.

Í sambandi við kaupin á Michael Ballack og Andrei Shevchenko sagði hann, "ég býst við meiru af Ballack, en ég býst við svo miklu meiru af Shevchenko."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×