Enski boltinn

José Mourinho líður vel með að eyða litlu

NordicPhotos/GettyImages

José Mourinho er sannfærður um að hann geti styrkt Chelsea liðið mikið án þess að eyða miklum peningum. Hann hefur nú fengið Steve Sidwell, Claudio Pizzaro og Alex frítt til liðsins. Hann býst ekki við að borga fyrir neinn leikmann í sumar.

"Málið er að við eyddum miklum peningum áður til þess að byggja upp liðið, núna erum við búnir að byggja upp lið og þurfum ekki að eyða stórum upphæðum lengur í leikmenn," sagði Mourinho við Times.

Hann bætti við að hann væri ekki á förum frá Chelsea, hann sé skuldbundinn liðinu og ætli að gera sitt besta sem stjóri Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×