Erlent

„Dr. Dauði“ laus úr fangelsi

MYND/AFP

Læknirinn Jack Kevorkian, sem kallaður hefur verið „Dr. Dauði" fyrir að hjálpa dauðvona sjúklingum að binda enda á líf sitt, er laus úr fangelsi eftir átta ára vist.

Kevorkian var dæmdur í 10 - 25 ára fangelsi í Michigan í Bandaríkjunum fyrir morð, þegar hann gaf Thomas Youk, dauðvona sjúklingi eitur með sprautu. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma því dauðdaginn var tekinn upp á myndband og sýndur í fjölmiðlum.

Kevorkian, sem er 79 ára, hefur lofað að gefa sjúklingum ekki ráð varðandi sjálfsmorð, en hann sagðist ætla að halda áfram að berjast fyrir líknardrápum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×