Erlent

Sakaðir um að smita fólk vísvitandi af HIV

Fjórir hollenskir karlar hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa vísvitandi smitað fjölda fólks af alnæmi. Svo virðist sem þeir hafi ítrekað skipulagt kynsvall þar sem þátttakendum var byrlað ólyfjan. Þrír gerendanna eru HIV-smitaðir.

Þeir munu hafa haft óvarin mök við fórnarlömbin auk þess sem einhver þeirra voru sprautuð með HIV-sýktu blóði. Að sögn talsmanns lögreglunnar í Groningen, þar sem atburðurnir áttu sér stað, hafa tveir gerendanna játað sök.

Hann útilokar ekki að fleiri verði handteknir í tengslum við málið. Fjórmenningarnir eiga yfir höfði sér sextán ára fangelsi fyrir grófar líkamsárásir verði þeir fundnir sekir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×