Erlent

Chavez hótar að loka annarri sjónvarpsstöð

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hótaði í gær að loka annarri sjónvarpsstöð í landinu sem hefur gagnrýnt stjórn hans. Í síðustu viku fékk stór sjónvarpsstöð í höfuðborginni Caracas leyfi sitt ekki endurnýjað þar sem Chavez sagði stjórnendur hennar hafa á sínum tíma tekið þátt í valdaránstilraun gegn sér.

Í ávarpi í gær sakaði hann svo Globovision-stöðina um að kynda undir hatri gegn sér og varaði hana við að halda því áfram. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Caracas í gær, þriðja daginn í röð, vegna ákvörðunarinnar. Lögregla beitti táragasi og gúmmíkúlum gegn fólkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×