Erlent

Bandarískur íslamisti hótar árásum sem skyggja myndu á 11. september

Myndband með hótunum Gadahns var sett á Netið í dag.
Myndband með hótunum Gadahns var sett á Netið í dag. MYND/AFP

Bandaríkin mega búast við árásum mannskæðari en þeim sem áttu sér stað 11. september 2001 verði ekki gengið að kröfum al Qaeda. Þetta segir bandarískur íslamisti í myndbandi sem sett var á Netið í dag.

Adam Gadahn fæddist í Kalíforníu og snérist til múslimatrúar á unglingsárum. Hann er fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem ákærður er fyrir landráð síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að hann haldi til í Pakistan.

Í myndbandin er þess krafist að Bandarískir hermenn hverfi frá öllum múslímskum ríkjum og að brotthvarf frá Írak nægi ekki til þess að koma í veg fyrir árásir á Bandaríkin.

Gadahn er eftirlýstur af bandarísku alríkislögreglunni fyrir að dreifa myndböndum með áróðri al Qaeda. Áður en hann snérist til múhameðstrúar hét hann Adam Pearl og ólst upp á geitabúgarði fyrir utan Los Angeles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×