Íslenski boltinn

Óli Þórðar: Við vorum miklu betri en þeir

Mynd/Vilhelm

Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna fyrir framan mark FH-inga í kvöld þegar lið hans lá 2-0 heima fyrir Íslandsmeisturunum. Hann var ekki í vafa um að hans menn hefðu verið betri í leiknum.

"Ég er alls ekki sáttur við þessa niðurstöðu því við vorum að gefa þeim þessi færi sem við vorum að tala um að við mættum ekki gefa þeim. Þeir voru ekki búnir að fá eitt einasta færi þegar þeir skoruðu mark úr hálffæri og á meðan erum við allan tímann inni á þeirra vallarhelmingi og náum ekki að setja mark. Það er bara því miður of dýrt. Við vorum miklu betri en þeir - það er svo einfalt - en það fæst ekkert fyrir það ef við náum ekki að nýta okkur það og skora mörk," sagði Ólafur í samtali við Hörð Magnússon á Sýn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×