Erlent

Leitað að fólki sem gæti hafa smitast af illvígum berklum

MYND/AFP

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld leita nú logandi ljósi að fóli sem kann að hafa smitast af ólæknandi berklum um borð í tveimur flugvélum fyrr í mánuðinum. Þessi tiltekna tegund berkla er ónæm fyrir hefðbundnum berklalyfjum. Bandarískur ríkisborgari sem var um borð í báðum flugvélunum hefur verið greindur með berkla af þessari tegund og er nú leitað að fleirum sem kunna að hafa smitast.

CNN greindi frá þessu fyrir stundu og þar segir að maðurinn hafi tvívegis ferðast yfir Atlantshafið í þessum mánuði, fyrst fór hann til Parísar með flugvél Air France þann 12. maí og 24. maí sneri hann til baka til Ameríku með flugvél tékknesks flugfélags. Hann lenti í Kanada og keyrði þaðan til Bandaríkjanna.

Maðurinn er enn á lífi en er í einangrun og gegst undir lyfjameðferð. Allar líkur eru taldar vera á því að sjúkdómurinn hafi verið smitandi þegar hann fór um borð í flugvélarnar og því er leitað að ferðafélögum hans til að ganga úr skugga um að fleiri hafi ekki smitast þessum illvíga sjúkdómi sem getur dregið fólk til dauða, en um 30 prósent þeirra sem smitast lifa það af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×