Erlent

Keppt um nýra í beinni

Þátttakendur í hollenskum raunveruleikaþætti munu keppa um nýra úr dauðvona konu næstkomandi föstudag. Stjórnvöld hafa biðlað til sjónvarpsstöðvarinnar um að hætta við sýningu þáttarins, en aðstandendur þáttarins segja umræðuna varpa ljósi á erfiða stöðu líffæraþega.

Þátturinn Big Donor Show verður sýndur á hollensku sjónvarpsstöðinn BNN næstkomandi föstudagskvöld. Í honum velur 37 ára dauðvona kona einn úr hópi þriggja keppenda sem allir eiga við nýrnavandamál að etja. Konan mun byggja val sitt á sögu keppendanna, stöðu og á viðtölum við fjölskyldu þeirra og vini. Áhorfendur geta einnig sent inn SMS og haft áhrif á ákvörðun konunnar.

Hollenskir raunveruleikaþættir hafa margir hverjir verið umdeildir en um koll keyrði árið 2005 þegar sýna átti þátt þar sem kona átti að velja besta sæðisgjafann. Hætt var við sýningar á þeim þætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×