Íslenski boltinn

Fram - FH í beinni á Sýn í kvöld

Stuðningsmenn FH eru orðnir góðu vanir og fjölmenna væntanlega á Laugardalsvöllinn í blíðunni í kvöld
Stuðningsmenn FH eru orðnir góðu vanir og fjölmenna væntanlega á Laugardalsvöllinn í blíðunni í kvöld Mynd/E.Stefán
Fjórðu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með viðureign Fram og FH á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Sýn. Íslandsmeistarar FH geta náð fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld, en Fram þarf nauðsynlega á stigum að halda þar sem liðið er í næstneðsta sæti með aðeins 2 stig. Næsti leikur í deildinni er ekki á dagskrá fyrr en 7. júní vegna landsleikja í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×