Erlent

Líklegt að Bush tilkynni um eftirmann Wolfowitz í vikunni

Paul Wolfowitz.
Paul Wolfowitz. MYND/AP

Talsmaður Hvíta hússins segir líklegt að George Bush Bandaríkjaforseti greini frá því í vikunni hvern hann hyggist tilnefna í embætti forstjóra Alþjóðabankans í stað Pauls Wolfowitz.

Wolfowitz sagði af sér fyrr í mánuðinum eftir að upp komst að hann hefði veitt ástkonu sinni bæði launa- og stöðuhækkun innan bankans. Það olli mikilli reiði meðal starfsmanna bankans og nokkurra stórra aðildarríkja og steig Wolfowitz því upp úr stóli forstjóra.

Talsmaður Bandaríkjaforseta segir enn fremur að Bush muni kynna tilnefningu sína fyrir yfirstjórn Alþjóðabankans í vikunni en hann neitar hins vegar að segja til um það hvort forsetinn hafi þegar komist að niðurstöðu. Wolfowitz lætur af embætti í lok júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×