Íslenski boltinn

Páll Gísli hetja Skagamanna í Árbænum

Mynd/Hörður

Fylkir og ÍA gerðu 2-2 jafntefli í Árbænum í fyrsta leik dagsins í Landsbankadeildinni. Dramatíkin var mikil í leiknum og David Hannah misnotaði vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Páll Gísli Jónsson varði frá honum. Fylkismenn léku manni færri frá 20. mínútu þegar Peter Gravesen var vikið af leikvelli.

Jón Vilhelm Ákason kom Skagamönnum yfir í leiknum á 36. mínútu en skömmu síðar jafnaði Valur Fannar Gíslason metin fyrir Fylki. Vejekoslav Savadjumovic kom Skagamönnum aftur yfir þegar 20 mínútur lifðu leiks, en Christian Christiansen prjónaði sig í gegn um vörn Skagamanna og jafnaði á 82. mínútu. Það var svo markvörðurinn Páll Jónsson sem var hetja gestanna sem sluppu með skrekkinn þegar hann varði vítaspyrnu David Hannah þegar rúmar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×