Stjórnmálakreppunni afstýrt 27. maí 2007 13:00 Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í margar vikur, eða allt frá því í aprílbyrjun þegar Jústjsenkó forseti leysti upp þing landsins, að sögn vegna ólöglegra tilburða Janukovits forsætisráðherra til að sölsa þar undir sig öll völd. Þeir hafa síðan karpað um hvenær halda skuli nýjar þingkosningar og með hverjum árangurslausum fundinum hefur ólgan í landinu vaxið. Spennan náði nýjum hæðum í gær þegar Jústsjenkó setti herlið innanríkisráðuneytisins í viðbragðsstöðu eftir enn einn fund þeirra Janukovits en degi áður hafði hann tekið yfir stjórn þess, forsætisráðherranum til mikillar gremju. Öllum að óvörum tókst hins vegar þessum fornu fjendum að komast að samkomulagi á tólf klukkustunda löngum fundi í nótt um að boða til kosninga 30. september næstkomandi. Á blaðamannafundi að fundinum loknum lýsti Jústsjenkó því yfir að stjórnmálakreppan væri afstaðin og samkomulag hefði náðst sem báðir aðilar sættu sig við. Léttara var yfir íbúum Kænugarðs í dag en marga undanfarna daga en flestir gera sér þó grein fyrir að enn á eftir að ráðast að rót deilu þeirra félaga, í besta falli er hægt að kalla samkomulagið gálgafrest. Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sjá meira
Vonast er til að stjórnmálakreppan í Úkraínu sé að leysast eftir að Viktor Jústsjenkó, forseti landsins, og Viktor Janukovits, forsætisráðherra, tókst loks að koma sér saman um kjördag fyrir þingkosningarnar í landinu. Ólgan náði hámarki í gær þegar Jústsjenkó lét setja herlið í viðbragðsstöðu. Loftið hefur verið lævi blandið í Úkraínu í margar vikur, eða allt frá því í aprílbyrjun þegar Jústjsenkó forseti leysti upp þing landsins, að sögn vegna ólöglegra tilburða Janukovits forsætisráðherra til að sölsa þar undir sig öll völd. Þeir hafa síðan karpað um hvenær halda skuli nýjar þingkosningar og með hverjum árangurslausum fundinum hefur ólgan í landinu vaxið. Spennan náði nýjum hæðum í gær þegar Jústsjenkó setti herlið innanríkisráðuneytisins í viðbragðsstöðu eftir enn einn fund þeirra Janukovits en degi áður hafði hann tekið yfir stjórn þess, forsætisráðherranum til mikillar gremju. Öllum að óvörum tókst hins vegar þessum fornu fjendum að komast að samkomulagi á tólf klukkustunda löngum fundi í nótt um að boða til kosninga 30. september næstkomandi. Á blaðamannafundi að fundinum loknum lýsti Jústsjenkó því yfir að stjórnmálakreppan væri afstaðin og samkomulag hefði náðst sem báðir aðilar sættu sig við. Léttara var yfir íbúum Kænugarðs í dag en marga undanfarna daga en flestir gera sér þó grein fyrir að enn á eftir að ráðast að rót deilu þeirra félaga, í besta falli er hægt að kalla samkomulagið gálgafrest.
Erlent Fréttir Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sjá meira