Éta lifandi kýr gestum til skemmtunar Guðjón Helgason skrifar 22. maí 2007 19:00 Starfsmenn dýragarða í Kína hafa orðið uppvísir af ómannúðlegri meðferð á dýrum. Birnir og apar eru látnir vinna erfiðisverk á meðan tígrisdýrum eru mötuð á lifandi dýrum, gestum til skemmtunar. Fjölskylduskemmtun segja rekstraraðilar. Gestir í Harbin safarígarðinum í Norður-Kína bíða spenntir í rútunum sem aka þeim inn í miðjann garðinn. Þar er þeim lagt í hring. Hópur síberíutígra bíða þar og þegar þeir sjá bláa flutningabílinn nálgast vita þeir að komið er að matmálstíma. Niður pallinn kemur kýr. Hún á sér einskis ills von þegar tígrisdýrin stökkva á hana og byrja að rífa hana í sig. Í sínu náttúrulega umhverfi veiða síberíutígrisdýrin ekki í hópum og gera útaf við bráð sína á svipstundu. Hér tekur það hins vegar dágóða stund að ganga að kúnni dauðri enda tígrisdýrin ekki rekin áfram af svengd heldur eru þau ofalinn. Þetta er því leikur í augum þeirra, allt sett á svið fyrir gestina og þessu lýst sem fjölskylduskemmtun. Tígrisdýrin fá einnig að háma í sig lifandi endur og kjúklinga. Gestir geta keypt kjúkling, veifað honum við trýni tígrisdýrs og ögrað því. Síðan er kjúklingnum troðið í hólf þaðan sem trígrisdýrið getur rifið hann í sig. Aðfarir sem þessar virðast algengar í dýragörðum í Kína. Sex hundruð kílómetrum sunnar, í Geena, er lítill björn látinn draga bíl tvisvar á dag - og ekki virðist það reynast honum sérlega auðvelt. Dýraverndunarsinnar hafa vakið máls á meðferð dýranna, sér í lagi nú þegar augu alheimsins beinast að Kína á næsta ári þegar sumar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar. Þeir segja dýrin barin áfram og dýragarðana einna helst líkjast geðveikrahælum fyrir dýr. En á meðan dýraverndunarsinnar hreyfa mótmælum halda gestir í Harbin safarígarðinun áfram að fylgjast með dauðastríði kýrinnar - og áður en langt um líður verður önnur komin í pallbílinn og annar hópur gesta mættur að fylgjast með. Erlent Fréttir Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Starfsmenn dýragarða í Kína hafa orðið uppvísir af ómannúðlegri meðferð á dýrum. Birnir og apar eru látnir vinna erfiðisverk á meðan tígrisdýrum eru mötuð á lifandi dýrum, gestum til skemmtunar. Fjölskylduskemmtun segja rekstraraðilar. Gestir í Harbin safarígarðinum í Norður-Kína bíða spenntir í rútunum sem aka þeim inn í miðjann garðinn. Þar er þeim lagt í hring. Hópur síberíutígra bíða þar og þegar þeir sjá bláa flutningabílinn nálgast vita þeir að komið er að matmálstíma. Niður pallinn kemur kýr. Hún á sér einskis ills von þegar tígrisdýrin stökkva á hana og byrja að rífa hana í sig. Í sínu náttúrulega umhverfi veiða síberíutígrisdýrin ekki í hópum og gera útaf við bráð sína á svipstundu. Hér tekur það hins vegar dágóða stund að ganga að kúnni dauðri enda tígrisdýrin ekki rekin áfram af svengd heldur eru þau ofalinn. Þetta er því leikur í augum þeirra, allt sett á svið fyrir gestina og þessu lýst sem fjölskylduskemmtun. Tígrisdýrin fá einnig að háma í sig lifandi endur og kjúklinga. Gestir geta keypt kjúkling, veifað honum við trýni tígrisdýrs og ögrað því. Síðan er kjúklingnum troðið í hólf þaðan sem trígrisdýrið getur rifið hann í sig. Aðfarir sem þessar virðast algengar í dýragörðum í Kína. Sex hundruð kílómetrum sunnar, í Geena, er lítill björn látinn draga bíl tvisvar á dag - og ekki virðist það reynast honum sérlega auðvelt. Dýraverndunarsinnar hafa vakið máls á meðferð dýranna, sér í lagi nú þegar augu alheimsins beinast að Kína á næsta ári þegar sumar Ólympíuleikarnir verða haldnir þar. Þeir segja dýrin barin áfram og dýragarðana einna helst líkjast geðveikrahælum fyrir dýr. En á meðan dýraverndunarsinnar hreyfa mótmælum halda gestir í Harbin safarígarðinun áfram að fylgjast með dauðastríði kýrinnar - og áður en langt um líður verður önnur komin í pallbílinn og annar hópur gesta mættur að fylgjast með.
Erlent Fréttir Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira