Fótbolti

Slúðrið í enska í dag

Jónas Haraldsson skrifar
Kewell gæti verið á leið sinni frá Liverpool ef eitthvað er að marka slúðrið í dag.
Kewell gæti verið á leið sinni frá Liverpool ef eitthvað er að marka slúðrið í dag. MYND/AFP

Margt er að gerast í ensku knattspyrnunni þessa daganna þó svo að leiktímabilið sé búið. Mikið er spáð í hver verður hvar og hérna má sjá helstu orðrómana sem breska ríkisútvarpið, BBC, tók til í dag.

Leikmannakaup

  • Andriy Shevchenko, leikmanni chelsea, hefur verið sagt af Roman Abramovich að hann geti farið aftur til AC Milan ef þeir ná samkomulagi um kaupverð. Ef það gengur eftir mun Chelsea berjast við Real Madrid um Carlos Tevez (The Sun).

  • Everton vill kaupa Phil Bardsley, leikmann Manchester United, sem var á láni hjá Aston Villa á síðstu leiktíð (Daily Mirror).

  • West Ham ætlar sér að kaupa Antti Niemi, markvörð Fulham, í sumar (Daily Mirror).

  • Sunderland ætlar sér að kaupa Gavin McCann á ný frá Aston Villa (Daily Mirror).

  • Birmingham ætlar sér að kaupa markvörð Liverpool, Scott Carson (Daily Mirror).

  • Marcus Gayle, fyrrum framherji AFC Wimbledon, hefur gengið til liðs við liðið á ný eftir sex ára fjarveru (Daily Mirror).

  • Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, ætlar sér að gjörbreyta liði sínu svo hann geti keypt fræga leikmenn - þó svo að Liverpool vinni meistaradeildina (Ýmsir).

  • Darren Bent, leikmaður Charlton, Samuel Eto'o, Fernando Torres, Daniel Alves og Gabriel Milito eru efstir á innkaupalista Benitez (Sun).

  • Craig Bellamy, Sami Hyypia, Bolo Zenden, Harry Kewell og Mark Gonzalez eru allir á leiðinni út (Independent).

  • Tottenham ætlar sér að reyna að laða markvörð Hearts Craig Gordon til sín sem leiðir til efasemda um framtíð Paul Robinson hjá félaginu (Sun).

  • West Ham vill fá varnarmann Middlesbrough, Chris Riggott, til sín en hann er metinn á tvær milljónir punda (Sun).

  • Chelsea er enn að velta fyrir sér hvort það eigi að gera tilboð í Tal Ben Haim, leikmann Bolton. Chelsea bætist þá í hóp West Ham og Portsmouth (Independent).

  • Arsenal hefur bæst í hóp Tottenham og Manchester United sem reyna nú að klófesta vinstri bakvörðinn Gareth Bale, leikmann Southampton (Guardian).

  • Portsmouth ætlar sér að krækja í Titus Bramble, hinn mistæka varnarmann Newcastle (Daily Star).

  • Tottenham er nálægt því að landa framherja Charlton, Darren Bent, fyrir tíu milljónir punda (Daily Express).
Annað Slúður

  • Sam Allardyce, nýr stjóri Newcastle, er búinn að ræða við Michael Owen og er hann hrifinn af fyrirætlunum hins nýja framkvæmdastjóra (Ýmsir).

  • Enginn hinna fjögurra stóru klúbba vill kaupa Owen (Daily Express).

  • Bryan Robson, nýji stjóri Sheffield United, hefur þegar hringt í Phil Jagielka, Paddy Kenny og Michael Tonge til þess að reyna að sannfæra þá um að vera áfram hjá félaginu (Sun).

  • Neil Warnock, fyrrum stjóri Sheffield, þykir líklegur til þess að taka við Norður-Írlandi (Sun).

  • Miðjumaður West Ham, Yossi Benayoun, mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við liðið (Daily Mirror).

  • Formaður Arsenal, Peter Hill-Wood, er á leið til Ameríku til viðræðna við auðjöfurinn Stan Kroenke (Daily Star).

  • Manchester City gæti haldið Joey Barton þrátt fyrir árás hans á liðsfélaga sinn Ousmane Dabo (Daily Express).
Að Lokum

  • Rino Gattuso, leikmaður AC Milan, hefur fullvissað félaga sína um að eiginkona hans muni ekki styðja við bakið á Liverpool á miðvikudagskvöldið kemur. Hún er skosk en Gattuso sagði hana eiga á hættu að vera hent að heiman ef hún styddi Liverpool.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×