Erlent

Ruslahaugur nefndur í höfuðið á John Cleese

Stórleikarinn og „Íslandsvinurin“ John Cleese móðgaði borgarbúa í Palmerston á Nýja Sjálandi svo heiftarlega að ruslahaugur borgarinnar hefur verið nefndur eftir leikaranum. Cleese sagði á skemmtun fyrir um ári síðan að Palmerston væri „sjálfsvígshöfuðborg“ Nýja Sjálands og borgarbúar tóku það greinilega nærri sér.

Nú hefur stæðilegu skilti verið komið fyrir á haugnum með áletruninni „Mt. Cleese“, eða Cleese fjall. Borgaryfirvöld segja að um óformlega nafngift sé að ræða og að starfsmenn borgarinnar hafi ekki komið nærri skiltagerðinni. Því var hins vegar bætt við að ekki stæði til að setja það í forgang að fjarlægja skiltið, enda hefði enginn kvartað yfir tiltækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×