Erlent

Með tígrisunga á spena

Blendingstík í dýragarði í Kína hefur tekið að sér þrjá tígrisunga.
Blendingstík í dýragarði í Kína hefur tekið að sér þrjá tígrisunga. MYND/AP

Tígrisungar í dýragarði í Kína sem móðir þeirra vildi ekki sjá þegar þeir komu í heiminn geta þakkað þessari hundstík lífgjöfina en þeir nærast nú á spena hennar. Ungarnir eru í Paomaling dýragarðinum í austurhluta landsins og braggast þeir ágætlega eftir því sem segir í frétt frá kínversku fréttastofunni Xinhua News Agency.

Það er heldur ekki að sjá að hvolpurinn, sem áður en tígrisungarnir komu til sögunnar sat einn að móðurmjólkinni, kippi sér mikið upp við nýju félagana. Samband þeirra gæti þó breyst þegar líður á og ungarnir vaxa úr grasi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×