Fótbolti

Kaka og Ronaldinho verða með gegn Englendingum

Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið bæði Kaka og Ronaldinho í hópinn sem mætir Englendingum í fyrsta alvöru landsleiknum sem spilaður verður á nýja Wembley leikvangnum í Lundúnum þann 1. júní. Þeir félagar hafa þó ákveðið að gefa ekki kost á sér í Suður-Ameríkukeppnina í sumar vegna álags undanfarna mánuði. Hér fyrir neðan má sjá leikmannahóp Brassa sem mætir Englendingum.

Doni (Roma), Helton (Porto), Daniel Alves (Sevilla), Maicon (Inter Milan), Gilberto (Hertha Berlin), Marcelo (Real Madrid), Juan (Bayer Leverkeusen), Alex (PSV), Alex Silva (Sao Paulo), Naldo (Werder Bremen), Gilberto Silva (Arsenal), Edmilson (Barcelona), Josue (Sao Paulo), Mineiro (Hertha Berlin), Elano (Shaktar Donetsk), Diego (Werder Bremen), Kaka (AC Milan), Ronaldinho (Barcelona), Robinho (Real Madrid), Vagner Love (CSKA Moscow), Jo (CSKA Moscow), Alfonso Alves (Herenveen)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×