Erlent

Warhol verk fór á 4,5 milljarða

Málverkið Green Car Crash (Green Burning Car I) eftir Andy Warhol.
Málverkið Green Car Crash (Green Burning Car I) eftir Andy Warhol. MYND/AFP
Málverk eftir Andy Warhol var selt á 71,7 milljónir dollara á uppboði hjá christie's í New York. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Warhol. Í íslenskum krónum er upphæðin um 4,5 milljarðar.

Málverkið heitir Green Car Crash (Green Burning Car I) og er af bíl á hvolfi sem kviknað hefur í. Það sló auðveldlega út fyrra met fyrir Warhol-verk en mynd af Mao seldist á 17,4 milljónir dollara í nóvember síðastliðnum.

Uppboðið sem Christie hélt er það annað tekjuhæsta uppboð sem uppboðshúsið hefur haldið. Heiðursformaður Christie's, Christopher Burge, sagði það hafa verið hreint út sagt ótrúlegt. „Þetta var eina af ótrúlegustu uppboðum sem ég hef séð," sagði Burge en hann var einnig stjórnandi uppboðsins. „Markaðurinn var ekki bara hungraður, hann var hreinlega glorsoltinn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×