Fótbolti

Ronaldinho verður ekki með í Ameríkukeppninni

NordicPhotos/GettyImages

Vonir Brasilíumanna um að verja titil sinn í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, hafa nú dvínað nokkuð eftir að snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona tilkynnti að hann væri of þreyttur til að taka þátt í keppninni. Ronaldinho hefur staðið í ströngu með Barcelona og landsliðinu á öllum vígstöðvum undanfarna mánuði, en landi hans Kaka hjá AC Milan bað fyrir stuttu um að fá draga sig út úr hópnum af sömu ástæðum.

Brasilíumenn spila tvo vináttuleiki áður en mótið hefst í Venezuela þann 26. júní, en það stendur fram til 15. júlí. Brassar mæta Englendingum á nýja Wembley þann 1. júní og spila svo við Tyrki í Dortmund í Þýskalandi fjórum dögum síðar. Brasilíumenn vilja eflaust gera allt sem í þeirra valdi stendur til að verja titil sinni í Copa America eftir vonbrigðin á HM síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×