Fótbolti

Þjálfari Sevilla lofar góðum leik í kvöld

Sevilla hefur titil að verja í kvöld
Sevilla hefur titil að verja í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Juande Ramos, þjálfari spænska liðsins Sevilla, hefur lofað frábærum leik í kvöld þegar hans menn mæta löndum sínum í Espanyol í úrslitaleik UEFA bikarsins á Hampden Park í Glasgow. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 18.

Ramos og félagar segjast ekki vera búnir að gleyma þeirri frábæru stemmingu sem stuðningsmenn Glasgow Celtic mynduðu á götum Sevilla fyrir fjórum árum þegar lið þeirra laut í gras fyrir Porto í úrslitaleik, en þá var Jose Mourinho einmitt stjóri Porto. Ramos vill ólmur að spænskir áhorfendum setji á svið viðlíka stemmingu í Glasgow í kvöld.

"Ég man eftir úrslitaleiknum fyrir fjórum árum eins og það hafi gerst í gær. Stuðningsmenn Celtic voru til sóma og skemmtu sér vel þrátt fyrir tapið. Stuðningsmenn Celtic eru svipaðir og stuðningsmenn Sevilla hvað þetta varðar - þeir skapa alltaf sérstakt andrúmsloft. Leikurinn fyrir fjórum árum var til sóma og við viljum nú reyna að búa til annað eins fyrir Skotana. Það var frábært að sigra í keppninni í fyrra og við viljum ná að endurtaka leikinn núna. Ég tel okkur eiga helmingslíkur á að vinna og það yrði dýrmætt að skrifa nýjan kafla í sögu Sevilla með sigri í kvöld," sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×