Erlent

Harry prins ekki sendur til Íraks

MYND/Getty Images

Harry Bretaprins verður ekki sendur á vegum breska hersins til Íraks eins og til stóð. Þetta hefur Sky-sjónvarpsstöðin eftir heimildarmönnum sínum. Eftir því sem fram kemur á fréttavef Sky er ástæðan sú að hann er „segull á heilaga stríðsmenn."

Ákveðið var að senda Harry til Íraks í febrúar en sú ákvörðun var tekin til endurskoðunar eftir ábendingar frá fyrrverandi varnarmálaráðherra Bretlands þess efnis hann yrði aðalskotmark hryðjuverkamanna og legði líf annarra breskra hermanna í hættu með veru sinni þar.

Prinsinn hefur marglýst yfir einbeittum vilja sínum til að þjóna sem hermaður í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×