Björgólfur bjargaði toppsætinu fyrir FH-inga 15. maí 2007 23:28 Í lok hverrar umferðar í efstu deild Íslandsmóts karla mun Fréttablaðið gera upp liðna umferð með þeim hætti sem sést nú. Lesendur geta glöggvað sig á ýmissi tölfræði, velt fyrir sér vali á liði og leikmanni umferðarinnar auk þess sem við veljum þau bestu ummæli sem látin voru falla í tengslum við leikina fimm. Það sem stendur uppi eftir þessa fyrstu umferð er án efa sú staða að FH heldur toppsætinu í deildinni, 45. umferðina í röð. Þeir hafa ekki látið toppsætið af hendi síðan þeir hrifsuðu það af Fylkismönnum í júlímánuði 2004. Sérstaklega athyglisvert er að nú, þriðja tímabilið í röð, nær FH toppsæti deildarinnar strax eftir fyrstu umferðina. Það leit reyndar út fyrir að Keflavík ætlaði að tylla sér á toppinn með 2-0 sigri á KR en Björgólfur Takefusa minnkaði muninn fyrir sína menn skömmu fyrir leikslok. Þar með hélt FH sér á toppnum með fleiri skoruðum mörkum en bæði Keflavík og Fylkir. Þetta er vitanlega met. Gamla metið var sett á tíunda áratugnum á gullaldartíð ÍA. En sá árangur hefur nú verið um það bil þrefaldaður af FH. Ef það fellur einhverntímann er nokkuð víst að það muni standa um ókomna tíð.Bestu dómararnir: Jóhannes Valgeirsson og Magnús Þórisson Þeir Jóhannes Valgeirsson og Magnús Þórisson voru þeir einu af öllum dómurum og reyndar leikmönnum líka sem fengu 8 í einkunn fyrir frammistöðu sínar. Báðir dæmdu þeir víti í sínum leikjum og gáfu rauð spjöld. Bestu ummælin: Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði að sínir menn hafi sýnt fram á veikleika FH-liðsins eftir 3-2 tap fyrir Íslandsmeisturunum á heimavelli. "... þá eru veikleikar í varnarstöðunni hjá þeim. Það sást berlega á því að við skorum tvö mörk hjá þeim. Þeir voru jafnvel heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmarkið." Bætti hann svo við að önnur lið gætu fært sér sýnda veikleika í nyt. Tölurnar tala Flest skot: Valur 19 Hitta rammann oftast: FH 9 Fæst skot: Keflavík 6 Besta skotnýting: Keflavík 33% Hæsta meðaleinkunn: HK 5,83 Lægsta meðaleinkunn: Fylkir 4,67 Grófasta liðið: Fylkir 28 brot Prúðasta liðið: Breiðablik 5 brotFjöldi áhorfenda: 6950 manns Tæplega sjö þúsund manns komu á leiki í 1. umferð deildarinnar í ár. Er það önnur minnst sótta opnunarumferðin á síðastliðnum sex tímabilum og klárlega vonbrigði fyrir knattspyrnuforystuna. Fyrsta umferðin er alltaf vinsæl og mun það væntanlega koma í ljós í næstu umferðum hversu áhuginn er mikill í raun og veru. Lið umferðarinnar: Mark: Bjarni Þórður Halldórsson, Víkingi Vörn: Stefán Jóhann Eggertsson, HK - Ásgrímur Albertsson, HK - David Hannah, Fylki - Hallgrímur Jónasson, Keflavík. Miðja: Marko Kotilainen, Keflavík - Grétar Hjartarson, KR - Baldur Aðalsteinsson, Val. Sókn: Matthías Guðmundsson, FH - Helgi Sigurðsson, Val - Björgólfur Takefusa, KR. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Í lok hverrar umferðar í efstu deild Íslandsmóts karla mun Fréttablaðið gera upp liðna umferð með þeim hætti sem sést nú. Lesendur geta glöggvað sig á ýmissi tölfræði, velt fyrir sér vali á liði og leikmanni umferðarinnar auk þess sem við veljum þau bestu ummæli sem látin voru falla í tengslum við leikina fimm. Það sem stendur uppi eftir þessa fyrstu umferð er án efa sú staða að FH heldur toppsætinu í deildinni, 45. umferðina í röð. Þeir hafa ekki látið toppsætið af hendi síðan þeir hrifsuðu það af Fylkismönnum í júlímánuði 2004. Sérstaklega athyglisvert er að nú, þriðja tímabilið í röð, nær FH toppsæti deildarinnar strax eftir fyrstu umferðina. Það leit reyndar út fyrir að Keflavík ætlaði að tylla sér á toppinn með 2-0 sigri á KR en Björgólfur Takefusa minnkaði muninn fyrir sína menn skömmu fyrir leikslok. Þar með hélt FH sér á toppnum með fleiri skoruðum mörkum en bæði Keflavík og Fylkir. Þetta er vitanlega met. Gamla metið var sett á tíunda áratugnum á gullaldartíð ÍA. En sá árangur hefur nú verið um það bil þrefaldaður af FH. Ef það fellur einhverntímann er nokkuð víst að það muni standa um ókomna tíð.Bestu dómararnir: Jóhannes Valgeirsson og Magnús Þórisson Þeir Jóhannes Valgeirsson og Magnús Þórisson voru þeir einu af öllum dómurum og reyndar leikmönnum líka sem fengu 8 í einkunn fyrir frammistöðu sínar. Báðir dæmdu þeir víti í sínum leikjum og gáfu rauð spjöld. Bestu ummælin: Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði að sínir menn hafi sýnt fram á veikleika FH-liðsins eftir 3-2 tap fyrir Íslandsmeisturunum á heimavelli. "... þá eru veikleikar í varnarstöðunni hjá þeim. Það sást berlega á því að við skorum tvö mörk hjá þeim. Þeir voru jafnvel heppnir að fá ekki á sig jöfnunarmarkið." Bætti hann svo við að önnur lið gætu fært sér sýnda veikleika í nyt. Tölurnar tala Flest skot: Valur 19 Hitta rammann oftast: FH 9 Fæst skot: Keflavík 6 Besta skotnýting: Keflavík 33% Hæsta meðaleinkunn: HK 5,83 Lægsta meðaleinkunn: Fylkir 4,67 Grófasta liðið: Fylkir 28 brot Prúðasta liðið: Breiðablik 5 brotFjöldi áhorfenda: 6950 manns Tæplega sjö þúsund manns komu á leiki í 1. umferð deildarinnar í ár. Er það önnur minnst sótta opnunarumferðin á síðastliðnum sex tímabilum og klárlega vonbrigði fyrir knattspyrnuforystuna. Fyrsta umferðin er alltaf vinsæl og mun það væntanlega koma í ljós í næstu umferðum hversu áhuginn er mikill í raun og veru. Lið umferðarinnar: Mark: Bjarni Þórður Halldórsson, Víkingi Vörn: Stefán Jóhann Eggertsson, HK - Ásgrímur Albertsson, HK - David Hannah, Fylki - Hallgrímur Jónasson, Keflavík. Miðja: Marko Kotilainen, Keflavík - Grétar Hjartarson, KR - Baldur Aðalsteinsson, Val. Sókn: Matthías Guðmundsson, FH - Helgi Sigurðsson, Val - Björgólfur Takefusa, KR.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira