Enski boltinn

Eiður Smári sagður á óskalista Curbishleys

Eiður Smári Guðjohnsen er sagður á óskalista hjá knattspyrnustjóra West Ham.
Eiður Smári Guðjohnsen er sagður á óskalista hjá knattspyrnustjóra West Ham. MYND/AP

Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Barcelona og fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er meðal þeirra sem eru á óskalista Alans Curbishleys, knattspyrnustjóra West Ham, fyrir næstu leiktíð.

Eftir því sem kemur fram á fréttavef Times mun Curbishley fá um 30 milljónir punda, um 3,7 milljarða króna, til að styrkja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Curbishley mun funda með Eggerti Magnússyni, stjórnarformanni West Ham, á morgun en meðal annarra manna á óskalista Curbishleys eru Craig Bellamy, leikmaður Liverpool, Yakubu Ayegbeni hjá Middlesbrough og Scott Parker hjá Newcastle.

Hins vegar er búist við að nokkrir af bestu leikmönnum liðsins vilji fara frá því, þar á meðal, Anton Ferdinand, Nigel Reo-Coker og Yossi Benayoun. Þá munu Marlon Harewood, Paul Konchesky og Hayden Mullins ekki vera í náðinni hjá Curbishley en agavandamál settu svip sinn á nýliðna leiktíð hjá West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×