Erlent

Skemmtiferðaskip strandar við Alaska

Keisaraynja norðursins strandaði við Alaska í dag.
Keisaraynja norðursins strandaði við Alaska í dag. MYND/AP

Flytja varð vel á þriðja hundrað manns frá borði skemmtiferðaskips þegar það strandaði við suðausturhluta Alaska snemma í morgun.

Leki kom að skipinu, sem er hjólaskip líkt þeim sem notuð eru í fljótasiglingum í Bandaríkjunum, og tók áhöfnin því enga áhættu þrátt fyrir að dælur skipsins væru vel starfhæfar. Voru farþegarnir fluttir til lands í bæði fiskiskipum og skemmtiferðaskipum sem voru í nágrenninu.

Ekki liggur fyrir hvers vegna skipið strandaði en sjólag var gott á þeim slóðum þar sem óhappið varð. Engan sakaði í því en skipið var á öðrum degi í vikusiglingu þegar það varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×