Enski boltinn

Leita stuðnings til að höfða mál gegn West Ham

Koma Carlosar Tevez og Javiers Mascheranos til West Ham í haust hefur dregið dilk á eftir sér. Sá síðarnefndil leikur nú með Liverpool.
Koma Carlosar Tevez og Javiers Mascheranos til West Ham í haust hefur dregið dilk á eftir sér. Sá síðarnefndil leikur nú með Liverpool. MYND/Getty Images

Sheffield United, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni, hyggst leita stuðnings meðal annarra úrvalsdeildarfélaga til að höfða mál gegn West Ham í tengslum við málefni Argentínumannanna Carlosar Tevez og Javiers Mashcerano.

Eins og fram hefur komið í fréttum var West Ham sektað fyrir að hafa ekki staðið rétt að komu leikmannanna til liðsins en hægt hefði verið að refsa liðinu með því að draga af því stig. Telja forráðamenn Wigan, Fulham, Charlton, Middlesbrough og Sheffield United að frekar hefði átt að gera það fremur en að refsa liðinu með fjársekt. Þá hafa tvö ónefnd félög bæst í hópinn.

Kevin McCabe, stjórnarformaður Sheffield United, býst við að fleiri lið sláist í hópinn á næstunni og segir að ljóst sé að það verði að hafa hraðar hendur og klára málið áður en næsta tímabil hefst. Er ætlunin að funda í dag vegna málsins.

Sheffield United endaði í 38 stigum en West Ham í 41 og ef stig hefðu verið dregin af liðinu hefði það hugsanlega fallið. Carlos Tevez átti mikinn þátt í því að West Ham hélt sæti sínu í deildinni en félögin sem um ræðir vilja komast að því hvort gengið hafi verið frá félagaskiptum fyrir Tevez í tæka tíð eða hvort West Ham hafi haft rangt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×