Enski boltinn

Sanchez hættir með Norður-Íra

Lawrie Sanchez.
Lawrie Sanchez. MYND/AP

Lawrie Sanchez var í dag ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Fulham um óákveðinn tíma og mun hætta sem þjálfari norðurírska landsliðsins í kjölfarið.

Sanchez tók við af Chris Coleman fyrir skemmstu og var falið að bjarga Fulham frá falli úr úrvalsdeildinni. Upphaflega stóð til að Sanchez stjórnaði bæði Fulham og landsliði Norður-Írlands, sem er á toppi síns riðils og Íslendinga í undankeppni EM 2008, en að ósk Mohameds Al Fayeds, stjórnarformanns Fulham, ákvað hann að einbeita sér að Lundúnaliðinu.

Sanchez óskaði í dag Norður-Írum velfarnaðar í undankeppni EM og sagðist vonast til að fólk skildi ákvörðun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×