Enski boltinn

Dawson framlengir samning sinn við Tottenham

Michael Dawson í leik gegn Charlton á mánudag.
Michael Dawson í leik gegn Charlton á mánudag. MYND/AP

Michael Dawson, varnarmaður Tottenham, hefur framlegt samning sinn við félagið til ársins 2012. Fyrri samningur var til ársins 2011 en félagið vildi verðlaun hann fyrir góða frammistöðu á tímabilinu.

Dawson er 23 ára en hann var keyptur frá Nottingham Forest í upphafi árs 2005 fyrir fjórar milljónir punda, jafnvirði um 500 milljóna króna. Hann hefur í spilað alla leiki Tottenham í vetur nema einn og er af mörgum talinn besti leikmaður liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×