David Beckham mun í dag biðla til mannræningja hinnar þriggja ára gömlu Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal í síðustu viku. Eftir æfingu með liði hans Real Madrid á Spáni í dag mun hann taka upp skilaboð segir á fréttavef Sky.
Áður hafði viðskiptajöfurinn Stephen Winyard boðið milljón punda verðlaun til þess sem gæti veitt upplýsingar sem leiddu til að stúlkan fyndist. Auglýsing hans birtist í breska dagblaðinu Times. Ekki er ljóst hvort hægt er að birta auglýsingu hans fyrir almenning í Portúgal vegna þarlendra laga.
Madeleine á afmæli á morgun, en þá verður hún fjögurra ára.
Lögregla tilkynnti í gær að leitin að Madeleine hefði lítinn árangur borið og dregið hefði verið úr umfangi hennar.
Beckham biðlar til mannræningja
Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Mest lesið





Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent



Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent


Sérsveit handtók vopnaðan mann
Innlent