Erlent

Gagnrýna Sarkozy fyrir frí á lystisnekkju

Andstæðingar Nicolas Sarkozy, nýkjörins Frakklandsforseta, stóðu fyrir áframhaldandi óspektum í gærkvöldi og í nótt. Í Lyon var kveikt í skrifstofum UMP-flokks Sarkozys en engin meiðsl urðu á fólki.

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda í Grigny, einu af úthverfum Parísar, þar sem kveikt var í bílum og rúður brotnar. Þá safnaðist nokkur mannfjöldi saman á Bastillu-torginu í París sem lögregla rýmdi skömmu síðar.

Sarkozy er nú í fríi á lystisnekkju úti fyrir ströndum Möltu ásamt fjölskyldu sinni. Verkalýðsleiðtogar gagnrýndu ferðalagið í morgun og sögðu það lýsa óviðeigandi munaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×