Erlent

Ætluðu að myrða bandaríska hermenn

MYND/AFP
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fimm öfgasinnaða múslima fyrir að hafa ætlað að myrða bandaríska hermenn á herstöðinni Fort Dix í New Jersey. Sjötti maðurinn var síðan ákærður fyrir að hafa aðstoðað þrjá þeirra við að verða sér úti um vopn.

Mennirnir voru handteknir í gærkvöldi og ákærðir í kvöld. Hópurinn hafði unnið að áætluninni síðan í janúar á síðasta ári. Upp komst um ætlanir hópsins á síðasta ári þegar að starfsmaður myndbandaleigu lét FBI vita af því að maður hefði ætlað að láta fjölfalda æfingarmyndband herskárra múslima. Rannsókn hófst samstundis.

Mennirnir ætluðu sér að kaupa AK-47 árásarriffla til þess að nota í árásinni. Þrír af þeim eru bræður og eru þeir allir ólöglegir innflytjendur frá fyrrum Júgóslavíu. Hinir þrír komu frá Jórdaníu, Tyrklandi og fyrrum Júgóslavíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×