Erlent

Háskólanemi myrðir einn og særir tvo í Fresno

Einn lést og tveir særðust eftir að háskólanemi hóf skotrhíð í íbúð á heimavist ríkisháskólans í Kaliforníu í Fresno í dag. Sérsveit lögreglunnar er komin á vettvang og reynir nú að ná tali af árásarmanninum sem mun enn vera í íbúðinni.

Sá heitir Jonquel Brooks og er nítján ára nemi frá Hayward í Kaliforníu. Ekki liggur fyrir hvers vegna maðurinn hóf skothríðina en íbúum í nærliggjandi húsum var skipað að yfirgefa heimili sína í kjölfar atviksins. Kennslu var þó ekki aflýst í skólanum þar sem lögreglan hafði króað árásarmanninn af. Háskólinn sendi þó tilkynningu til allra í skólanum í morgun ásamt því að greina frá atvikinu á heimasíðu skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×