Umdeildur verðandi forseti Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 19:15 Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær. Sarkozy er 52 ára. Faðir hans flutti til Frakklands frá Ungverjalandi en móðir hans er frönsk af grískum gyðingaættum. Sarkozy og tveir bræður hans voru aldir upp í róversk kaþólskri trú. Sarkozy er lögfræðingur að mennt. 22 ára var hann kosinn í bæjarráð í Neuilly sur Seine þar sem varð síðar yngsti bæjarstjóri í sögu Frakklands. 1993 til 1995 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Édouards Balladurs. Sarkozy var snemma á ferlinum sagður undir verndarvæng Jacques Chiracs. Árið 1995 sneri hann hins vegar baki við lærimeistara sinn og studdi Balladur í forsetakosningunum það ár. Chirac náði kjöri og þá var Sarkozy úti í kuldanum. Chirac lokaði þó ekki alveg á hann og skipaði hann innanríkisráðherra 2002 í ríkisstjórn Jean-Pierre Raffarains. Tveimur árum síðar varð hann fjármálaráðherra og loks innanríkisráðherra aftur. Sarkozy er ekki allra eins og ljóst var þegar til átaka kom í sumum borgum Frakklands í nótt vegna úrslitanna í gær. Sarkozy varkti reiði margra með framgöngu sinni þegar til óeirða kom í Frakklandi fyrir um tveimur árum. Sagði hann mótmælendur skríl og uppskar skammir fyrir. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum þrátt fyrir uppruna sinn, og vill minnka aðskilnað ríkis og trúarbragða í Frakklandi. Hann vill að ríkið komi að uppbyggingu guðshúsa - meðal annars á moskum. Sarkozy var andvígur Íraksstríðinu en gagnrýndi Chirac og utanríkisráðherrann Dominique de Villepin fyrir það hvernig þeir tjáðu andstöðu sína. Sarkozy hefur einnig viðrað þá skoðun sína að genasamsetning ráði glæpahneygð fólks. Af þessu má sjá að nýr forseti Frakklands er umdeildur og bíða áhugamenn um frönsk þjóðmál spenntir eftir því að hann taki við völdum í Elysée-höll 16. maí næstkomandi. Þá hefjist áhugavert tímabil í frönskum stjórnmálum. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, er umdeildur og veit af því. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur viðrað þá skoðun að genasamsetning geti ráðið glæpahneigð fólks. Stjórnmálaskýrendur í Frakklandi segja áhugaverða tíma í vændum í frönskum stjórnmálum eftir úrslit forsetakosninganna í gær. Sarkozy er 52 ára. Faðir hans flutti til Frakklands frá Ungverjalandi en móðir hans er frönsk af grískum gyðingaættum. Sarkozy og tveir bræður hans voru aldir upp í róversk kaþólskri trú. Sarkozy er lögfræðingur að mennt. 22 ára var hann kosinn í bæjarráð í Neuilly sur Seine þar sem varð síðar yngsti bæjarstjóri í sögu Frakklands. 1993 til 1995 var hann fjármálaráðherra í ríkisstjórn Édouards Balladurs. Sarkozy var snemma á ferlinum sagður undir verndarvæng Jacques Chiracs. Árið 1995 sneri hann hins vegar baki við lærimeistara sinn og studdi Balladur í forsetakosningunum það ár. Chirac náði kjöri og þá var Sarkozy úti í kuldanum. Chirac lokaði þó ekki alveg á hann og skipaði hann innanríkisráðherra 2002 í ríkisstjórn Jean-Pierre Raffarains. Tveimur árum síðar varð hann fjármálaráðherra og loks innanríkisráðherra aftur. Sarkozy er ekki allra eins og ljóst var þegar til átaka kom í sumum borgum Frakklands í nótt vegna úrslitanna í gær. Sarkozy varkti reiði margra með framgöngu sinni þegar til óeirða kom í Frakklandi fyrir um tveimur árum. Sagði hann mótmælendur skríl og uppskar skammir fyrir. Hann er þekktur fyrir harða afstöðu í innflytjendamálum þrátt fyrir uppruna sinn, og vill minnka aðskilnað ríkis og trúarbragða í Frakklandi. Hann vill að ríkið komi að uppbyggingu guðshúsa - meðal annars á moskum. Sarkozy var andvígur Íraksstríðinu en gagnrýndi Chirac og utanríkisráðherrann Dominique de Villepin fyrir það hvernig þeir tjáðu andstöðu sína. Sarkozy hefur einnig viðrað þá skoðun sína að genasamsetning ráði glæpahneygð fólks. Af þessu má sjá að nýr forseti Frakklands er umdeildur og bíða áhugamenn um frönsk þjóðmál spenntir eftir því að hann taki við völdum í Elysée-höll 16. maí næstkomandi. Þá hefjist áhugavert tímabil í frönskum stjórnmálum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“