Enski boltinn

Mánudagsslúðrið á Englandi

NordicPhotos/GettyImages
Bresku blöðin eru uppfull af slúðri í dag sem endranær þar sem meðal annars er talað um að Sam Allardyce sé líklegasti eftirmaður Glenn Roeder í stjórastólinn hjá Newcastle.

Sunderland og Everton eru sögð berjast um framherjann efnilega David Nugent hjá Preston og líka miðjumanninn Joey Barton hjá Manchester City (Daily Mirror).

Sunderland ætlar að bjóða 2 milljónir punda í danska miðjumanninn Thomas Gravesen hjá Celtic (The Sun). Gordon Strachan ætlar að kaupa í það minnsta þrjá nýja leikmenn til Celtic í sumar og hefur mikinn áhuga á að kaupa miðjumanninn Jason Koumas hjá West Brom (The Sun)

Steve Bruce ætlar að senda Andy Cole aftur til Portsmouth því hann segir Birmingham ekki hafa efni á að halda honum (Mirror). Chelsea hefur gert vonir Newcastle að engu með að krækja í miðjumanninn Steve Sidwell hjá Reading og sagt er að Chelsea ætli að bjóða honum 50,000 pund í vikulaun (The Sun).

Chris Sutton hjá Aston Villa er að íhuga að leggja skóna á hilluna eftir að hafa verið frá keppni síðan í desember vegna augnmeiðsla (Mirror) Rick Parry, yfirmaður Liverpool, segir ekkert liggja á fyrir Steven Gerrard að undirrita nýjan samning við félagið á meðan það sé að undirbúa sig fyrir úrslitaleikinn í meistaradeildinni (Sun) Framherjinn Patrick Kluivert hjá PSV vill spila í tvö ár í viðbót þrátt fyrir að hafa verið mikið meiddur í vetur (Mirror).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×