Heitir því að sameina Frakka Guðjón Helgason skrifar 7. maí 2007 12:15 Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. Sarkozy fékk 53% atkvæða í seinni umferð kosninganna en sósíalistinn Segolene Royal 47%. Kjörsókn var með besta móti en 85% kosningabærra Frakka neyttu réttar síns. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar verða undir í frönsku forsetakosningunum. Royal játaði sig sigraða snemma í gærkvöldi og þakkaði þeim sautján milljón Frökkum sem greiddu henni atkvæði sitt. Hún sagðist vona að Sarkozy gerði sitt besta til að sameina frönsku þjóðina. Nýr forseti var fljótur að heita því, Frakkar hefðu viljað breytingar og hann ætlaði að beita sér fyrir þeim. Sarkozy hefur heitið því að minnka atvinnuleysi úr 8.3% í 5% fyrir árið 2012 og lofað skattalækkunum. Sarkozy, sem er 52 ára gamall sonur ungversks innflytjanda, bakaði sér óvinsældir í Frakklandi fyrir um tveimur árum þegar hann gengdi embætti innanríkisráðherra. Þá tók hann hart á mótmælendum í óeirðum sem blossuðu upp víða um landið. Einmitt þeir atburðir gerðu það að verkum að margir spáðu óeirðum í Frakklandi liðna nótt yrði hann kjörinn. Sú varð raunin og til átaka kom, þó ekki alvarlegra. Tveir lögreglumenn særðust í Nantes þegar um þúsund andstæðingar forsetans létu grjóthnullungum og flöskum yfir lögreglumenn sem svöruðu með táragasi. Mótmælendur voru handteknir þar, í París og fjórum öðrum borgum. Ekki eru þó allir jafn ósáttir við sigur Sarkozys. Ráðamenn í Washington fagna enda Sarkozy sagt að Bandaríkjamenn geti treyst á stuðning Frakka á meðan hann sé við völd en þó aðeins ef þeir herði á baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í nokkrum borgum Frakklands í nótt um leið og hægrimenn þar í landi fögnuðu sigri Nicolas Sarkozy í forsetakosningunum í gær. Nýr forseti heitir því að sameina Frakka eftir harðvítuga kosningabaráttu síðustu vikna. Sarkozy fékk 53% atkvæða í seinni umferð kosninganna en sósíalistinn Segolene Royal 47%. Kjörsókn var með besta móti en 85% kosningabærra Frakka neyttu réttar síns. Þetta er í þriðja sinn í röð sem sósíalistar verða undir í frönsku forsetakosningunum. Royal játaði sig sigraða snemma í gærkvöldi og þakkaði þeim sautján milljón Frökkum sem greiddu henni atkvæði sitt. Hún sagðist vona að Sarkozy gerði sitt besta til að sameina frönsku þjóðina. Nýr forseti var fljótur að heita því, Frakkar hefðu viljað breytingar og hann ætlaði að beita sér fyrir þeim. Sarkozy hefur heitið því að minnka atvinnuleysi úr 8.3% í 5% fyrir árið 2012 og lofað skattalækkunum. Sarkozy, sem er 52 ára gamall sonur ungversks innflytjanda, bakaði sér óvinsældir í Frakklandi fyrir um tveimur árum þegar hann gengdi embætti innanríkisráðherra. Þá tók hann hart á mótmælendum í óeirðum sem blossuðu upp víða um landið. Einmitt þeir atburðir gerðu það að verkum að margir spáðu óeirðum í Frakklandi liðna nótt yrði hann kjörinn. Sú varð raunin og til átaka kom, þó ekki alvarlegra. Tveir lögreglumenn særðust í Nantes þegar um þúsund andstæðingar forsetans létu grjóthnullungum og flöskum yfir lögreglumenn sem svöruðu með táragasi. Mótmælendur voru handteknir þar, í París og fjórum öðrum borgum. Ekki eru þó allir jafn ósáttir við sigur Sarkozys. Ráðamenn í Washington fagna enda Sarkozy sagt að Bandaríkjamenn geti treyst á stuðning Frakka á meðan hann sé við völd en þó aðeins ef þeir herði á baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira