Fótbolti

Ajax bikarmeistari í Hollandi

Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í AZ Alkmaar þurftu að bíta í það súra epli að tapa úrslitaleik hollenska bikarsins í dag. Alkmaar tapaði fyrir Ajax eftir framlengdan leik og vítakeppni. Grétar var allan tímann í liði Alkmaar og skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1, en Ajax náði að hanga á jöfnu manni færri í framlengingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×