Óttast meira mannfall Guðjón Helgason skrifar 2. maí 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma. Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti óttast að mannfall verði áfram mikið í Írak og segir bandaríska hermenn ekki á heimleið á næstunni. Hann hvetur Íraka til að sameinast í að uppræta ofbeldi í landinu og biður um stuðning Bandaríkjamanna við herliðið í Írak. Það var 1. maí fyrir fjórum árum sem Bush Bandaríkjaforseti lenti vígreifur á herskipinu Abraham Lincoln og lýsti því yfir að verkefninu í Írak væri lokið. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hefðu sigrað í Írak. Í dag, rétt rúmum fjórum árum síðar, er enn barist í Írak og Bandaríkjaforseti biður um meiri pening fyrir fjölmennara herlið í Írak. Hann beitti þó neitunarvaldi sínu í gær á frumvarp um fjárveitingu því við það hafði verið bætt ákvæði um heimkvaðningu hermanna á næstu mánuðum. Bush sagði það ekki gáfulegt að segja andstæðingunum hvenær brotthvarf ætti að hefjast. Það eina sem hryðjuverkamennirnir þyrftu að gera væri að merkja við dagatalið sitt, safna kröftum og byrja að undirbúa áætlun sína um að steypa stjórnvöldum í Írak og ná völdum í landinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi segja forsetann fara með þessu gegn vilja þjóðarinnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að hún hafi vonast til þess að forsetinn færi með öðrum hætti með frumvarp beggja flokka sem meirihluti almennings í Bandaríkjunum styddi. Þess í stað hefði forsetinn beitt neitunarvaldi án þess að hugsa sig um. Bush ætlar að funda með fulltrúum demókrata næstu daga til að finna lausn á málinu. Ólíklegt er þó talið að hann vilji semja. Hann segir að mannfall verði áfram mikið í Írak og vill að Bandaríkjamenn styðji betur við bakið á hermönnunum þar. Hann segir enga auðvelda lausn á málinu. Hana vildi fólk finna en yrði ekki að ósk sinni. Hann telur rangt að velja auðveldu leiðina út. Brotthvarf myndi gagnast um stund en bjóða upp á vanda til lengri tíma.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira