Enski boltinn

West Ham heldur enn í vonina

NordicPhotos/GettyImages

West Ham vann í dag gríðarlegar mikilvægan 3-0 útisigur á Wigan í botnbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool tapaði 2-1 fyrir Portsmouth og Sheffield United náði einnig í mikilvæg stig með 1-0 sigri á botnliði Watford, sem þegar er fallið.

West Ham var betra liðið gegn Wigan í dag og hefði með öllu átt að vinna stærri sigur. Luis Boa Morte kom liðinu yfir í fyrri hálfleik og Yossi Benayoun og Marlon Harewood innsigluðu sigurinn í þeim síðari. Markaskorara er hægt að sjá á Boltavaktinni hér á Vísi.

Úrslitin í leikjunum sem hófust klukkan 14:

Blackburn-Charlton 4-1

Man.City-Aston Villa 0-2

Middlesbro-Tottenham 2-3

Portsmouth-Liverpool 2-1

Sheff.Utd.-Watford 1-0

Wigan-West Ham 0-3

Botnbaráttan er nú orðin mjög hörð þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Sheffield United er í 15. sætinu með 38 stig, Fulham hefur 36 stig í 16. sæti, Wigan er með 35 stig í 17. sæti - líkt og West Ham sem hefur lakari markatölu. Charlton er í 19. sætinu með 33 stig og Watford er þegar fallið með aðeins 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×