Enski boltinn

Föstudagsslúðrið á Englandi

David Villa hjá Valencia er mjög eftirsóttur
David Villa hjá Valencia er mjög eftirsóttur AFP

Tottenham er áberandi á slúðursíðum ensku blaðanna í dag. The Sun segir að Manchester United sé að undirbúa tilboð í framherjann Jermain Defoe sem sé ósáttur í herbúðum Tottenham. Lundúnaliðið sé að íhuga 5-6 milljón punda tilboð í Kieron Dyer hjá Newcastle, en launakröfur hans geti þar sett strik í reikninginnn því leikmaðurinn sé með helmingi hærri laun en launahæsti maður Tottenham.

Blackburn hefur mikinn áhuga á að fá Craig Bellamy aftur til liðs við sig frá Liverpool - en mun ekki bjóða Norðmanninn Morten Gamst Pedersen í staðinn (The Times). Hull mun kaupa Danny Mills frá Manchester City ef liðið heldur sæti sínu í deildinni (Daily Star).

Juventus hefur bæst í hóp Liverpool og Chelsea í kapphlaupinu um framherjann David Villa hjá Valencia (Daily Mirror). Real Zaragoza er nýjasta liðið til að sína Mikel Arteta hjá Everton áhuga (Daily Mirror).

Arsenal hefur tjáð Julio Baptista að hann muni snúa aftur til Spánar í sumar þegar lánssamningur hans rennur út hjá Lundúnaliðinu ef marka má Daily Express - og Independent segir að það nákvæmlega sama sé uppi á teningnum hjá Real Madrid varðandi lánssamning hans frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×